Færsluflokkur: Öryrkjar
24.2.2011 | 16:19
íslenskir öryrkjar búsettir erlendis " núllaðir" út hjá Tryggingastofnun ríkisins !!!
Það er kominn tími til að íslenskir öryrkjar búsettir erlendis standi saman um að fá leiðréttngu á gengistilbúnum tekjum/bótum sem gera það að verkum að þeir eru einfaldlega "núllaðir" út sem bótaþegar hjá Tryggingastofnun ríkisins.
Maðurinn minn er öryrki eftir slys sem hann lennti í í Damörku, aðeins einu ári eftir að hann flutti út. Sem sjómaður / stýrimaður á íslenskum togurum í gegnum 28 ár var hann búinn að greiða sitt í skatta og skyldur til samfélagsins, og gekk út frá því að þegar að þar að kæmi yrði réttur hans virtur og að hann fengi það sem hann ætti rétt á. Það fékk hann líka til 2009, en þá byrjaði það litla sem hann fékk að rýrna og frá 01.01 2010 var hann hreinlega 0000 núllaður 000 út!
Fjármálaráðuneytið / Velferðarráðuneytið ákvað að frá 01.01 2010 ætti að reikna erlendar tekjur / bætur hjá íslenskum öryrkjum búsettum erlendis ( maðurinn minn fær slysabætur frá tryggingafélagi skipsins sem hann slasaðist á ) á réttu gengi þ.e.a.s. margfaldað með 25, sem gerði það að verkum að alt í einu var maðurinn minn orðinn ...marg miljónamæringur....á Íslandi en þar sem hann býr erlendis hafði þessi margföldun þau áhrif að þeim mun meiri miljónamæringur sem hann varð á Íslandi, þeim mun fátækari varð hann heima hjá sér !!!
Þegar rýrna tók á dalinn á Íslandi í 2009 kom líka þetta fína bréf frá Tryggingastofnum þar sem sagði að þeir hefðu haft samband við systurstofnanir sínar erlendis og beðið þær um að vera Íslendingum hjálplegir á þessum erfiðleikatímum.......En hvað gerir svo þessi sama stofnum sem biður aðrar að vera skilningsríkar.......hún slær af öllu afli á sína eigin lífeyrisþega, þá, sem minnst mega sín, þá sem hún hafði beðið aðra um að taka tillit til og vera hjálplegir , hún ooooo NÚLLAR oooo þá bara út!!
Hver skildi hafa fengið þessa snildar hugmynd ???
Ég reyni með þessu bloggi að ná til íslenskra öryrkja sem búa erlendis og að þeir í gegnum þetta blogg geti náð sambandi hvert við annað og þannig skiftst á skoðunum og hjálpað hverjum öðrum.
Best kveðjur til ykkar allra
Sigrún
Öryrkjar | Breytt 25.2.2011 kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)