Hverning stendur á því að EBarar hafa þá skoðun að EB umbreyti öllu á Íslandi, íslendingum til góða.
Hver kennir þá hagfræði? Þeir hagfræðingar ættu að fá sér eitthvað annað að gera.
EB er í stórvandræðum vegna kostnaðar við inngöngu nýju landanna og eins og sænski forætisráðherrann sagði á Egislsstöðum, þá eru miklir þreytuverkir í EB.
Ísland á mikil náttúruauðæfi bæði til lands og sjávar þveröfugt við þau lönd sem nýlega hafa gengið í EB og sem margir i Brussel lýta hýru auga, enda gæti aðgangur að auðlindum Íslands afskaffað fjölda vandamála sem þeir í Brussel eiga við að etja í sinni sjávarútvegsstefnu.
Íslensk stjórnvöld hafa greinilega valið að loka augunum fyrir því að það kemur að skuldadögum í þessu eins og öðru.
Í EB hafa smáþjóðir haft jafnan áhrifarétt og stærri þjóðir, en nú er verið að breyta því þannig að það er höfðatalan sem ræður og hversu mikil áhrif skyldu íslendingar fá með sín 300 þúsund manns og sem fer fækkandi.
EB er sjálfstæð stofnun og starfar sem slík samkvæmt eigin reglum, þar sem minnimáttar mega sín lítils. Svo mikið er víst að smáþjóðirnar fengu engu áorkað í mótmælum sínum gegn því að það verði höfðatala lands sem ræður í framtíðinni.
Til þeirra sem geta svarað:
Hvað fær Ísland við inngöngu í EB sem EES samningurinn uppfyllir ekki, nú þegar?
Athugasemdir
Sæl Sigrún.
Ég segi það sama og þú og sjálfir hef ég búið erlendis undanfarin 3 ár í ESB löndunum Bretlandi og nú á Spáni. Vandamál ESB eru gríðarleg og vaxandi og Ísland hefur ekkert að gera þarna inn nema tapa sjálfstæði sínu og forræði á eigin málum.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 15:25
Sæll Gunnlaugur , sama hér. Ég bý í Danmörku og hef búið hér sl. 13 ár. Ég hef orðið vitni að því hverning allt er í niðurníslu hér bæði sjúkrahús, skólar og atvinnulífið í heild sinni. Danir geta ekki einu sinni samið sín eigin lög lengur. Ef það er ekki í samræmi vi EB þá fá þeir bara telefax um að breyta þeim og við heyrum orðið mjög miklar óánæguraddir frá stjórnmálamönnum jafnt og hinum almenna dana, en það er til einskis, þeir geta engu breytt nema með samþykki frá Brussel.
Sigrún Haraldsdóttir, 15.6.2009 kl. 15:32
Sæl Sigrún og takk fyrir innlitið á síðuna mína.
Já svona miðstýrð og ólýðræðisleg apparöt hafa aldrei í gjörvallri mannkynssögunni reynst vel.
Sovétríkin voru dæmi um svona "allt um vefjandi kerfi" sem átti að vera svo fullkomið að það leysti öll mein. Með sitt Æðsta Ráð og allar nefndirnar og ráðin.
Þetta kerfi morknaði innan frá og féll undan sjálfum sér. Yfirfullt af pappír og tilskipunum sem engum voru til gagns.
Hérna á Spáni er atvinnuleysið orðið rétt um 20% og ESB er sko ekki að leysa málin hér. En eitt það versta við svona apparöt er að fólk og ráðamenn hætta að líta í eigin barm við lausn vandamálana í stað þess mæna þeir bara í átt að "mömmu" það er ESB.
En ESB keisarinn skjögrar um sviðið algerlega klæðalaus. Það er bara spurningin hvenær fleiri sjá það.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 09:05
Sæll Gunnlaugur og sömuleiðis.
Eg er þess handviss að íslendingar eiga eftir að opna augun og sjá að hann er bara berrassaður og senda hann burt með skófar á afturendanum.
Mér dettur svona í hug að þegar tölvan kom fyrst á markaðinn var henni kennt um alla feila sem voru gerðir. Þa var jú svo auðvelt bara að segja: við getum ekkert gert í þessu, þetta er tölvan.
Ef svo illa fer að Jóhönnu og co. tekst slá ryki í augu íslendinga með allskonar yfirborðslegum loforðum um gull og græna skóga og það síðan gengur ekki eftir þá er ákaflega auðvet að afsaka það með: það getur vel verið að við höfum lofað þessu öllu saman, en við getum bara ekkert gert í þessu, ESB ræður!
Ég hef nú búið í ESB landi / Danmörku á 14 ár og einmitt þessi afsökun : Við getum ekkert gert, ESB ræður hef ég nú heyrt hvað eftir annað og það er alltaf að aukast. Upp á síðkastið eru menn farninr að átta sig á þessu og mótmæla, en það er of seint.
Það er sérstaklega eitt sem íslendingar verða að hafa í huga og það er, að
LANDIÐ SJÁLFT ERU AUÐÆFIN.
ESB hefur ekki þörf fyrir eitthvað uppbyggt iðnaðarsamfund, það hefur nóg af slíku, það er landð sjálf Ísland og hafið / fiskimiðin ( og olían, sem eru allar líkur á að sé þar) sem þeir ágirnast.
Íslenska ríkisstjórnin ætti kannski að kalla saman fund með íslendingum sem búa í ESB landi og Össur Skarphéðinsson hefði, í staðinn fyrir að fara til Möltu, átt að kalla saman íslendinga í ESB löndum og hefði þá, í staðinn fyrir yfirborðslega kurteisi, fengð sannleikann.
HVERJU ÆTLA ESBarar AÐ FAGNA Á MORGUN 17 JUNI?
þeir ættu bara að halda sig heima og láta sanna Íslendinga um það!
Sigrun Haraldsdottir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.